Lego sykurpúðar!

.Það hefur aldeilis margt á daga mína drifið síðan seinasta blogg var skrifað. Ég kláraði Hússtjórnarskólann í Reykjavík seinasta haust og þvílíkur draumur sem það var að fara í þann skóla. Lærdómur sem allir hafa gott af, strákar og stelpur.
Eftir Hússtjórnarskólann flutti ég svo til Silkeborgar í Danmörku þar sem ég er nú au-pair hjá yndislegri fjölskyldu. Ég er búin að læra svo margt um lífið og tilveruna á þessum 5 mánuðum sem ég hef verið hjá þeim. Það verður skrýtið að fara heim núna í júní og ég kem til með að sakna allra hérna í Danmörku ótrúlega mikið. En ég er þó líka farin að hlakka mjög mikið til þar sem það bíður mín auðvitað margt heima.

   Screen Shot 2015-05-18 at 01.12.19

Seinasta föstudag varð eldri strákurinn sem ég passa 5 ára. Við héldum afmælispartý með ninjago lego ívafi þar sem honum finnst það mjög spennandi. Það var föndrað, skreytt og bakað og það kemur kannski ekkert á óvart en mér þótti þessi afmælisundirbúningur sko ekki leiðinlegur. 😉

Á morgun fer hann svo með bakstur í leikskólann til að fagna afmælinu þar. Við ákváðum að gera lego-hausa sykurpúða. Þeir komu heldur betur skemmtilega út og eru mjög auðveldir í framkvæmd!

IMG_2032-Edit

Lego-hausar – Innihald:

Sykurpúðar, venjuleg stærð.

Litlir sykurpúðar. (Til í søstrene grene)

½ Poki, gulur Candy Melts (Fæst t.d. í Allt í köku)

Ca 1 msk Kókosolía eða palmínfeiti

Grillpinnar eða kökupinnar

IMG_2044-Edit

Lego hausar – Aðferð:

  • Setjið stóran sykurpúða á grillpinna og svo lítinn ofan á þann stóra. Ég geymi grillpinnana svo á froðuplastbita, en einnig er hægt að nota glös og setja sykur í glösin og stinga pinnunum svo í.

Screen Shot 2015-05-18 at 01.12.08

  • Bræðið candy melts á lágum hita í örbylgjunni. Bætið kókosolíunni út í, aðeins til að þynna. Gott að geyma sykurpúðana á pinnunum í ísskápnum á meðan þið bræðið candy melts af því það harðnar betur á sykurpúðunum ef þeir eru kaldir!
  • Takið einn og einn sykurpúðapinna í einu út úr ísskápnum og dýfið í sykurbráðina. Gott að hafa í háu, mjóu glasi þannig að það sé hægt að dýfa öllum sykurpúðunum ofan í, en einnig er hægt að taka skeið og moka yfir sykurpúðana.
  • Látið sykurbráðina leka af sykurpúðunum. Gott að “banka” pínu á pinnan og snúa pinnanum þannig að það leki fljótar af og hætti hraðar að leka. Setjið pinnan svo aftur í ísskápinn.
  • Þegar öllum pinnunum hefur verið dýft í candy melts þá er fínt að geyma þá í kæli í ca 5-10 mín og gera glassúr á meðan til að teikna andlitin.

Glassúr

Setjið ca 3-4 msk af flórsykri í skál og 1-2 tsk vatn.

Það er best að hafa glassúrinn vel þykkan svo að hann leki ekki af pinnunum. Setjið síðan svartan matarlit út í. Ég mæli eindregið með Wilton gel-matarlitnum sem fást einnig í Allt í köku.

Svo er bara að skella þessu í sprautuplastpoka með litlu gati/litlum stút og gera andlit! Gaman að hafa þau mismunandi.

Ég hlakka til að heyra hvernig krökkunum á leikskólanum leist á þetta og vona að ykkur muni finnast eins gaman og mér að gera þetta! Leyfi svo nokkrum myndum úr afmælinu og undirbúningnum að fylgja með!

Screen Shot 2015-05-18 at 01.11.50Hér má sjá Regnboga ávexti, Nammi gott, en uppskriftina af því má finna hér – og sjálfa Ninjago kökuna!

IMG_1839

Já og svo tvær af mér og afmælisbarninu!

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Jarðarberjasæla!

IMG_7356

Það hefur mikið gengið á síðan ég bloggaði seinast. Kannski þess vegna sem það leið mjög langur tími á milli þessara tveggja blogga. Ég lék í leikriti, dansaði á minni seinustu vorsýningu hjá Point dansstúdíó og fór í mína seinustu prófatíð. Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní, átti afmæli, fékk staðfest að ég væri að fara í Hússtjórnarskólann í Reykjavík í haust – og fékk litla sæta íbúð í vesturbænum og munum við Helga Rún flytja þangað um miðjan næsta ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan líka.

Ég ætla að fara með allt á fullt núna á síðunni og ég er með margar frábærar hugmyndir. Mamma kom heim frá Danmörku um daginn með fullt af nýjum uppskriftarbókum sem ég get ekki beðið eftir að prófa, blanda saman, breyta og deila með ykkur :).

IMG_7361

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu uppskriftarbókina hennar. Hún er stútfull af handskrifuðum uppskriftum sem mamma hefur fengið héðan og þaðan í gegnum tíðina. Hún er notuð að minnsta kosti þrisvar í viku og mér finnst ekkert smá gaman að gramsa aðeins í henni og finna gamlar góðar uppskriftir :).

Hér er uppskriftin af þessari frábæru einföldu jarðarberjatertu.

 IMG_7344

Innihald:

6 eggjahvítur

300 g sykur

1/8 tsk salt

2 tsk borðedik

ca ½ líter rjómi

1-2 Box jarðarber

IMG_7347

Jarðarberjasæla – Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 150 °C
  2. Þeytið eggjahvíturnar saman í smá stund
  3. Bætið sykrinum útí hægt og rólega
  4. Bætið salti og ediki saman við.
  5. Setjið í eldfast mót, ég nota 28 cm sporöskjulaga form
  6. ATH! Marengsinn fyllir mjög líklega nánast upp í allt formið, en mun falla alveg slatta þegar hann er tekinn úr ofninum.
  7. Bakið við 150°C í 30 mínútur og svo við 175°C í 30 mínútur
  8. Leyfið aðeins að kólna.
  9. Því næst er rjóminn þeyttur og svo settur ofan á marengsinn.
  10. Jarðarberin eru skorin og röðuð fallega ofaná eða sett heil ofan á. Ég skar þessi jarðarber með eggjaskera,
    þannig urðu allar sneiðarnar jafn þykkar og þetta tók enga stund!

IMG_7351

IMG_7354

IMG_7372

– og Voila! kakan er til!

 IMG_7373

Njótið svo með bestu lyst!

IMG_7379

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Whoopie pies!

Image

Nú er ég eins og 29.000 aðrir framhaldskólanemendur í verkfalli. Það mætti því halda að ég hefði ekkert að gera og leiddist alla daga, en ég kann það víst ekki og finn mér því alltaf eitthvað að gera. Nú er ég að leika í leikriti hjá Leikfélagi Menntaskólans (LMA) og við erum að setja upp leikritið Vorið vaknar (Spring Awakening). Við erum á mjög mörgum æfingum, á hverjum degi frá morgni til kvölds. Það er samt æðislega gaman, frábærir krakkar og skemmtilegt leikrit. Við frumsýnum 3. apríl. Mæli með því að allir næli sér í miða þegar miðasalan opnar!
En allavegana, við erum í æfingafríi þessa helgi og því ákvað ég að skella einu bloggi á síðuna og baka Whoopie pies!

Whoopie pies eru kökur sem ekki margir hafa heyrt um. Whoopie pies eru einskonar samlokur, gerðar úr tveimur mjúkum smákökum með gómsætum kremfyllingum inní.
Konur úr Amish samfélögum í gamla daga bökuðu þessar kökur úr afgangs deigi sem þær áttu og gáfu börnum sínum og mökum sem hádegis-nesti. Þegar krakkarnir og mennirnir opnuðu svo nestisboxin sín hrópuðu þau af ánægju: “Whoopie!” og þaðan er nafnið af whoopie bökunum komið!

Það tekur alls ekki langan tíma að baka þessar kökur og hægt er að leika sér þvílíkt mikið með hugmyndaflugið við að gera þær. Ég fékk bók um þessar kökur í afmælisgjöf fyrir tveimur árum frá systrum mömmu og þar má finna yfir 80 mismunandi útgáfur af þessum kökum! Ótrúlega skemmtileg bók og girnilegar uppskriftir sem ég ætla mér að deila með ykkur á næstunni á þessari síðu!

Þessi uppskrift sem ég gerði núna er bara svona “basic” uppskriftin. Ég setti svo bara bleikan matarlit út í degið og kremið og skreytti aðeins.

Hér er uppskriftin:

Image

Whoopie pies – kökurnar – Innihald:

225 g hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
115 g smjörlíki
250 g sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
125 g sýrður rjómi
Matarlitur (val)

Image

Whoopie pies – kökurnar – Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°C.
2. Setjið hveiti og lyftiduft saman í skál og blandið saman með skeið.
3. Þeytið saman egg og sykur í hrærivél.
4. Bætið einu eggi í einu útí og hrærið vel á milli.
5. Bætið vanilludropunum útí og hrærið vel.
6. Setjið hveitiblönduna saman við ásamt sýrða rjómanum og blandið saman.
7. Ef þið ætlið að setja matarlit útí, þá gerið það hér og blandið saman.
8. Setjið deigið í sprautupoka (fást í Ikea) og sprautið þannig að þvermálið sé 3 cm á hringjunum.
(Ég á mottu þar sem öðrum megin er hægt að setja makkarónur á og hinum megin eru aðeins stærri hringir og þar fara whoopie pies. Ef þið notið svoleiðis mottu passið að fylla ekki alveg út í hringina heldur hafa degið bara 3 cm í þvermál. Það lekur út og stoppar á ytri hringjunum. 🙂
9. Bakið í 7-10 mínútur, stingið þá prjóni í kökurnar og ef ekkert deig festist á prjóninum þá eru kökurnar til!
10. Leyfið þeim að kólna áður en þið setjið kremið á.

Image

Kremið – Innihald:

4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk vanilludropar
225 g smjör við stofuhita

Image

Kremið – Aðferð:

1. Setjið sykur og eggjahvítur í skál sem þolir hita
2. Setjið skálina yfir pott með vatni í og hitið vatnið. Hrærið stanslaust í sykurblöndunni þar til sykurinn hefur verið leystur upp.
3. Setjið þá sykurblönduna í hrærivél og stífþeytið blönduna.
4. Bætið vanilludropum útí og hrærið.
5. Setjið smjörið í, einn bita í einu og hrærið vel. Kremið á það til að skilja sig en ekki örvænta – hrærið bara áfram og það verður allt í lagi.
6. Setjið matarlit út í ef þið viljið og hrærið vel.
7. Smyrjið kreminu á með hníf og lokið „samlokunni“
8. Svo er hægt að skreyta kökurnar með einhverskonar kurli eins og sést hér fyrir neðan.

Image

Svo er bara að njóta… 🙂

Image

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Konudags-snúðar!

Image

Mér finnst vorönnin alltaf einstaklega skemmtileg, þá gerist svo margt. Það hlýnar, það kólnar, það birtir, margt skemmtilegt í skólanum, þorri,  það hlýnar aftur, bóndadagur og seinast en ekki síst, konudagur.
Heima hjá mér hefur aldrei verið haldið almenninlega upp á konu- og bóndadaginn, nema kannski með því að baka og bjóða í kaffi.
En hefðir eru auðvitað mismunandi milli fölskyldna og mér finnst alltaf gaman að kynnast nýjum hefðum. Hjá sumum fjölskyldum fá strákarnir á heimilinu yfirleitt mat í rúmmið á bóndadeginum og stelpurnar sömuleiðis á konudeginum.

En nú einmitt, styttist í konudaginn og hann er næsta sunnudag. Þessi kanelsnúðauppskrift er, að mínu mati, tilvalin sem konudagsbakstur, hvort sem á að bera hann fram um morgun eða í kaffi – og ég tala nú ekki um þegar snúðunum er raðað upp í svona krúttlegt hjarta. Snúðarnir eru með guðdómlegu kremi.

Nú hefur bakstur oft verið tengdur við konur og þekkt er að sumir karlar segi að konur eigi að bara vera í eldhúsinu en ekki þeir. En kommon – við lifum á 21. öldinni og ég legg til að þessi setning verði gleymd og ekki einu sinni sögð í gríni. 🙂

Þannig að nú skora ég á alla karlmenn sem lesa þetta blogg – að baka þessa snúða fyrir konurnar sínar næsta sunnudag, á konudaginn.

Hér er uppskriftin:

Image

Snúðadeig – Innihald

235 ml volg mjólk
10 g ger
620 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
75 g bráðið smjörlíki
2 egg (við stofuhita)

Fylling í snúðana – Innihald

220 g púðursykur
15 g kanill
75 g bráðið smjör

Fylling í snúðana – Aðferð:

  1. Blandið púðursykrinum og kanilnum saman með skeið
  2. Bræddu smjörinu bætt út í og blandað saman með skeið

Image

Snúðar – Aðferð:

  1. Velgið mjólkina og setið gerið svo út í
  2. Blandið þurrefnum í skál
  3. Bætið bræddu smjörlíkinu við ásamt eggjunum og blandið aðeins saman við.
  4. Setjið svo mjólkina með gerinu út í deigið og hnoðið (Ráðið hvort þið hnoðið í vél eða í höndunum)
  5. Látið deigið hefast í 40 mínútur. (Gott að geyma skálina inn í örbylgjuofni)
  6. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvorn hluta út í ferning, ca ½ cm þykkann (Setjið hveiti undir svo deigið festist ekki við bekkinn)
  7. Leyfið deiginu aðeins að jafna sig í ca. 10 mínútur.
  8. Dreifið fyllingunni út um allt deig, þannig að það sé þunnt lag af fyllingu á öllum ferningnum.
  9. Rúllið deiginu upp.
  10. Skerið snúðana þannig að þeir séu ca. 1 og ½ cm þykkir.
  11. Raðið þeim  á plötu eins og sést á myndinni fyrir ofan.
  12. Bakið við 200°C  í 10 – 15 mínútur.

 Á meðan snúðarnir eru í ofninum er tilvalið að gera kremið sem fer ofan á þá.

Image

Krem – innihald:

85 g rjómaostur
55 g bráðið smjör
200 g fljórsykur
1 tsk vanilludropar

Krem – Aðferð:

  1. Allt sett í skál og hrært saman með handþeytara.
  2. Þegar snúðarnir eru komnir út úr ofninum skal leyfa þeim aðeins að kólna áður en kremið er sett á.
  3. Kremið er síðan sett á með skeiðum, ca 1 tsk á hvern snúð.
  4. Ég gerði tvö hjörtu núna, 1 stórt og annað lítið og ég set ekki krem á litlu snúðana því sumir kjósa að borða snúðana án kremsins

Image

Image

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Uglu-bollakökur!

Image

Jæja, tími til kominn að skella einu bloggi í gang, eftir langt jólafrí og próf. Já, próf í MA eru eftir jól og byrjuðu þau núna 9. Janúar og verða flest búin á miðvikudaginn næsta. Ég var heppin þetta árið og var aðeins í 3 prófum. Þegar þau kláruðust ákváðum við bekkurinn minn, 4.T, að hittast og borða saman. Við komum nokkur með eftirrétti og ég kom með bollakökur.
Þar sem svona aðal “merki” Menntaskólans á Akureyri eru uglur, kom ekkert annað til greina en að gera uglu-bollakökur til að fagna MA-próflokum! 🙂

 Þær komu svona skemmtilega á óvart og eru einfaldar í gerð.

 Uppskriftin af þessum bollakökum er einnig venjuleg kökuuppskrift sem við heima hjá mér köllum alltaf Ellu-köku. Ella er systir afa míns og alltaf í fjölskylduboðum með henni, er Ellu-kaka gerð. Ellu-kaka er ein af uppáhalds- kökunum mínum og er sko alls ekki verri sem bollakaka. Ein uppskrift gerir ca 18-20 bollakökur.

 Hér er uppskriftin:

Bollakökurnar – innihald:

1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1 ½ tsk vanilludropar
1 ¾ bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1 bolli súrmjólk

Bollakökurnar – aðferð:

  1. Stillið ofninn á 180°C.
  2. Sykur og smjörlíki hrært vel saman
  3. Einu eggi bætt útí, hrært örlítið, hinu svo bætt við og hrært vel
  4. Vanilludropum bætt útí, hrært vel.
  5. Á meðan blandan er hrærð saman, setjið hveiti, kakó og lyftiduft í skál og blandið saman með skeið
  6. Bætið út í hrærivélarskálina, ásamt súrmjólkinni og blandið aðeins saman.
  7. Setjið í bollakökuform, gott að nota ísskeið, eða fulla 2/3 af forminu
  8. Bakið í 17-20 mínútur eða þar til að ef þið setjið prjón í kökuna, kemur ekkert blautt deig á prjóninn þegar þið togið hann upp J
  9. Látið kólna ( í a.m.k 30 mín)

Kremið – Innihald:

230 g púðursykur
120 g sykur
tæpir 2dl vatn
2 eggjahvítur

Kremið – aðferð:

  1. Púðursykur, sykur og vatn sett í pott og hitað þar til sykurinn er bráðnaður (tekur stutta stund)
  2. Á meðan sykurinn er að hitna, stífþeytið eggjahvíturnar.
  3. Hellið svo úr pottinum í mjórri bunu út í stífþeyttu eggjahvíturnar og láta þeytast á meðan og í smástund á eftir.
  4. Setjið kremið á með borðhníf (þarf ekki að sprauta kreminu á þegar uglurnar eru gerðar) og setjið alveg slatta.

Image

Uglu-andlit – Innihald:

3 pakkar oreo-kex (tvö augu eru tvö oreo kex)
2 pokar m&m
(hægt að nota hvaða lit sem er, þá þarf bara 1 poka, en ég vildi bara hafa uglurnar með brún augu og þá þarf 2 pakka, restina er svo bara hægt að borða! 🙂 )
1 poki Freyju möndlur

Image

Uglu-andlit – aðferð:

  • Takið í sundur eins mörg oreo kex og þið þurfið (2 kex á hverja bollaköku)
  • Setjið eitt m&m á hvert oreo kex
  • Setjið oreo-kexin hlið við hlið á miðjuna á bollakökunum.
  • Setjið 1 möndlu á milli kexanna, fyrir nef.
  • Fyrir ofan augun eru síðan gerð eyru, með því að nota borðhníf og draga kremið aðeins út til hliðanna. 🙂

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Snjókarlamöffins!

 

Image

Jólin nálgast hratt! Aðeins 7 dagar í þau. Allt á fullu, gjafaleiðangur, jólakortadund, jólaboð og svo mætti lengi telja. Það má samt ekki gleyma að baka, borða, njóta – og blogga. Þessir snjókallar glöddu marga þegar ég gerði þá. Þeir eru ótrúlega krúttlegir og ótrúlega bragðgóðir! Þeir virðast ótrúlega erfiðir í gerð, en þeir eru það alls ekki – það þarf bara að nenna að dunda sér aðeins 🙂

Möffins – Innihald:

225 gr smjör

2 bollar sykur

1 vanillustöng, skorin langsum og baunirnar fjarlægðar með hníf
(eða 1 tsk vanillukorn sem hægt er að kaupa í dollum)

5 stór egg

Tæpir 3 bollar hveiti

Tæpur 1/3 bolli Maizenamjöl

2 teskeiðar lyftiduft

1 lítil dós sýrður rjómi

Möffins – Aðferð:

 

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Smjör og sykur hrært saman þar til smjörið er orðið ljóst og létt.
  3. Eggjum bætt út í blönduna, einu í einu og hrært vel á milli.
  4. Vanillukorni bætt út í og blandað vel saman við.
  5. Blandið saman í aðra skál hveiti, maizenamjöli og lyftidufti.
  6. Með hrærivélina stillta á lágann snúning, blandið hveitiblöndunni rólega saman við smjörblönduna.
  7. Bætið við sýrða rjómanum, hrærið aðeins, en ekki of lengi.
  8. Setjið möffinsin í möffinsform, gott að nota ísskeið.
  9. Bakið í um 20-25 mínútur.
  10. Gott er að stinga prjóni í kökuna þegar tíminn er liðinn. Ef það festist ekkert deig á prjóninum, þá er kakan til.
  11. Leyfið svo kökunum að kólna.

Kremið er svo það sama og á jólasveinamöffinsunum. Ég set samt uppskriftina hér líka. Ef þið gerið heila uppskrift af möffins þá væri fínt að gera 1 og ½ uppskrift af þessu kremi.

Kremið – Innihald:

1 bolli síróp
4 msk sykur
2 stífþeyttar eggjahvítur

Kremið – aðferð:

  1. 1 bolla af sírópi og 4 msk af sykri sett í pott og  brætt.
  2. Á meðan blandan bráðnar eru eggjahvíturnar stífþeyttar.
  3. Sykurblöndunni er svo bættt út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og hrært þar kremið verður þykkt
  4. Svo er kreminu sprautað á möffinsið, með hringlaga, stórum stút og sprautið þrjá hringi til að gera búkinn á snjókarlinn.

Svo eru það snjókarlarnir sjálfir:

Image

Snjókarlar – Innihald:

 1pk Meðalstórir sykurpúðar (hausinn)

½ plata bráðið suðusúkkulaði (fyrir augu, munn og hendur)

Kasjú hnetur (fyrir nef. Einnig er hægt að nota gulrætur, skornar út sem nef)

Kökuskraut (fyrir hnappana á búknum)

Snjókarlar – Aðferð:

 

 Mér finnst best að byrja að gera nefin.

  1. Takið kasjúhneturnar, takið þær í tvennt eftir endilöngu og skerið hvorn part í tvennt. Þá eru komin 4 nef. Athugið að stundum eru hneturnar eiga það stundum til að brotna við þetta, en þá tók ég bara nýja.
  2. Takið hníf og skerið með hnífnum djúpa holu í miðjuna á sykurpúðanum.
  3. Takið því næst kasjúhnetu-nefin og stingið í holurnar þannig að þau festist.
  4. Svo er gott að gera augun, munninn og hendurnar:
  5. Bræðið súkkulaðið og setjið í sprautu með mjóum oddi.
  6. Sprautið litlar kúlur fyrir augun
  7. Og 5 kúlur fyrir neðan nefið, fyrir munninn.
  8. Gerið svo tvær hendur á kremin.

Svo setjið þið hausana á kremin, og þrjú kökuskrautskúlur á kremið, og þá er snjókarlinn tilbúinn! 🙂

Einfalt, en mikið dund 🙂

Image

 

Verði ykkur að góðu!

-Unnur Anna

Mömmukakó!

Image

Veturinn hefur svo sannarlega verið að gera vart við sig í þessari  viku, allavegana hér á Akureyri. Það hefur þó verið mjög fallegt veður, en samt mjög kalt, -18°C. Í skólanum hefur líka verið mjög kalt þessa dagana, enda MA mjög gamall skóli. Margir nemendur hafa því verið í úlpu, ullasokkum og með húfu í tímum. Því finnst mér við hæfi að koma með uppskrift af heimins besta kakói, það er svo gott í þessum kulda.
Það heitir því einfalda nafni, mömmukakó. Amma gerði það oft fyrir mömmu – og nú gerir mamma það oft fyrir okkur. Mamma gerir kakóið ósjaldan á svona köldum vetrardögum og ég veit ekkert betra en að drekka það og dýfa kringlum í.
Mömmukakó er mjög sætt kakó – og það er eiginlega það besta við kakóið. Mamma hefur oft reynt að minnka sykurinn í því, en við tökum alltaf eftir því þegar hún gerir það, því þá er kakóið ekki jafn gott. 😉

      Hér er uppskriftin:

Mömmukakó – innihald:

1 ½ lítri mjólk

300 g sykur

2 msk kakóduft

½ tsk salt

3-4 msk rjómi

1 tsk vanilludropar

Mömmukakó – aðferð:

  1. Setjið mjólkina í stóran pott og látið sjóða.
  2. Á meðan mjólkin er að hitna, setjið  sykur, kakóduft og salt í skál og blandið saman með skeið.
  3. Þegar mjólkin er farin að sjóða, lækkið hitann.
  4. Setjið tvær ausur af mjólk út í sykurblönduna og blandið vel saman þannig að allt leysist upp.
  5. Hellið svo blöndunni út í mjólkina og hrærið.
  6. Bætið rjómanum og vanilludropunum út í blönduna.

Kakóið er mjög gott með þeyttum rjóma, sykurpúðum og kringlum til að dýfa í! 🙂

Image

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna

Jólasveinamöffins!

Image

Í dag kom jólablað Fréttablaðsins inn um lúguna hjá flestum Íslendingum. 🙂
Mjög fallegt blað með öllu mögulegu sem tengist jólunum. Meðal annars er ég með þessa uppskrift þar! Þar er rætt við mig um Cakes of Paradise og mínar jólahefðir. Mæli eindregið með því að þið gluggið í það! 🙂

Eins og kemur fram í blaðinu þá gerði ég þessi jólasveinamöffins fyrst árið 2011 fyrir bekkjarfélaga mína. Einföld og þægileg uppskrift sem kemur mjög krúttlega út! 🙂

Hér er uppskriftin:

Jólasveina möffins!

Möffins – Innihald:

 1 ¾ bolli hveiti
1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1/3 bolli kakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk natron
1 ½ tsk vanilludropar

Möffins – aðferð:

  1. Sykri og smjörlíki hrært saman
  2. Einu eggi í einu bætt út í og hrært aðeins á milli
  3. Vanilludropum bætt út í og hrært vel
  4. Þurrefnum bætt út í ásamt súrmjólkinni og blandað aðeins saman
  5. Sett í lítil (minni en þessi venjulegu) möffinsform
  6. Og bakað við 180° C  í  10 – 15 mín.

Image

Kremið – Innihald:

1 bolli síróp
4 msk sykur
2 stífþeyttar eggjahvítur

Kremið – aðferð:

  1. 1 bolla af sírópi og 4 msk af sykri sett í pott og  brætt.
  2. Á meðan blandan bráðnar eru eggjahvíturnar stífþeyttar.
  3. Sykurblöndunni er svo bættt út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og hrært þar kremið verður þykkt
  4. Svo er kreminu sprautað á möffinsið, jarðaberi á hvolfi bætt ofan á og svo er aftur sprautað kremi til að gera dúskinn.

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Snjókorna Cupcakes!

Image

 

Sunnudagar til sælu. Sunnudagar einnig til hvíldar, fundar, lærdóms, hreingerningar, baksturs, bloggs og lesturs.
Já, stundum ætlar maður sér að gera of margt á einum degi. Dagurinn í dag er einmitt svoleiðis dagur. Ég ætlaði að gera allt að ofantöldu, en “óvart” varð lærdómur og lestur að víkja fyrir hinu. Kannski mæti ég bara með þessar cupcakes í tíma á morgun – þá yrði mér örugglega strax fyrirgefið að hafa ekki lesið mikið heima ;-).
Veturinn hefur aðeins verið að láta vita af sér á Akureyri seinustu vikuna. Það snjóaði og snjóaði, bíllinn festist svona 10 sinnum, krakkar sem og fullorðnir gerðu snjóhús og ég þurfti að moka mér leið út úr húsinu mínu.

Í tilefni af því ákvað ég að gera fínar vetrar-snjókornacupcakes. Þær eru afar fallegar og samt einfaldar í gerð.
Deigið er bara skúffukökudeig – uppskrift má finna hér. Kremið er hinsvegar nýtt – og alveg ótrúlega gott!!

 

Hér er uppskriftin

Image

 

Snjókorna-Cupcakes 

 

Deigið, eins og ég sagði áðan má finna hér. 
ATH! Í þeirri uppskrift er kakan bökuð í 30-35 mín en bollakökurnar þurfa bara ca 20 mín.
Gott að stinga prjóni í kökurnar og ef að ekkert deig festist á prjóninum þá eru þær til :).

Leyfið bollakökunum að kólna áður en þið byrjið á kreminu því það þarf að sprauta því á um leið og það er búið til. 🙂

 

Kremið – Innihald:

 

4 eggjahvítur

1 bolli sykur

¼ tsk Cream of Tartar

1 tsk vanilludropar

 

Kremið – aðferð:

 

  1. Eggjahvíturnar ásamt sykri og Cream of Tartar sett í skál sem þolir hita.
  2. Skálin síðan sett yfir pott af heitu vatni og hitað upp í 70°C og pískað allan tíman.
  3. Þegar blandan hefur náð 70°C er hún færð yfir í hrærivél og byrjað að hræra hægt og svo hraðar og hraðar og blandað þangað til kremið er orðið stíft.
  4. Þá er vanilludropum ásamt matarlit (ef þið viljið) bætt út í og hrært aðeins.
  5.  Kreminu síðan sprautað á.

 

Image

 

 

Snjókornin:

 

  • Hægt er að nota hvítt súkkulaði brætt og sprautað á smjörpappír eins og snjókorn.
  • Gott að teikna snjókornin á smjörpappírinn.
  • Setjið í frysti eða opnið glugga þannig að súkkulaðið harni og takið svo af smjörpappírnum með spaða og setjið á kökurnar. Gaman er að skreyta þær líka með litlum kúlum 🙂 . 
  • Mér finnst stundum hvíta súkkulaðið vera of gulleitt og þess vegna notaði ég núna mjallarhvítan súkkulaðihjúp, sem fæst hér á alltikoku.is

 

 

 

 

Image

 

 

Image

 

 

ImageKoma svona krúttlega út 🙂

 

 

Verði ykkur að góðu – og gleðilegan vetur! 
-Unnur Anna

 

Eplakaka Örnu frænku :)

Image

Fjölskyldan mín er mjög náin. Við erum öll svo góðir vinir, alltaf góð við hvort annað. Við eigum eitt sameiginlegt og það er það að við erum öll mjög upptekin –  í dansi, ljósmyndaklúbbi, fótbolta, skólanum og í fleiru. Þess vegna eru sumir dagar þannig að við erum öll upptekin á sitthvorum tímanum og hittumst þá lítið sem ekkert.
Þessa helgi var ég í Reykjavík í menningarferð með skólanum, mamma fór í ljósmyndaleiðangra, systir mín mikið að læra og allir bara mjög uppteknir. Ég kom svo heim í kvöld og þá voru loksins allir heima saman. Við elduðum því góðan mat og höfðum það kósí.
Eftir matinn ákváðum við systur að baka eplaköku. Við systur erum kannski ólíkar í útliti, en við erum eins og ein sál – og hún er alveg lang besta vinkona mín. Ég elska að vera með henni – og að baka með henni er algjör snilld! Við skemmtum okkur konunglega og mömmu fannst sko ekkert leiðinlegt að mynda okkur. 🙂

Uppskriftina fékk ég frá Örnu systur mömmu, og er uppskriftin afar einföld og ofboðslega góð!!
Hér kemur uppskriftin:

Image

 

 Eplakaka – Innihald:

3 – 4 epli

Slatti af kanelsykri

200 g hveiti

200 g sykur

200 g smjörlíki

Image

Eplakaka – Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 240 °C
  2. Skerið 3-4 epli í bita og setjið á botnin á forminu sem þið ætlið að nota
  3. Stráið slatta af kanelsykri yfir eplin
  4. Setjið hveiti og sykur í skál og blandið aðeins.
  5. Bætið linu smjörlíki út í og hnoðið aðeins með höndunum
  6. Hnoðið deigið í kúlu og setjið í kæli í 5-10 mín
  7. Takið deigið úr kæli og skerið í þunnar sneiðar og dreifið yfir eplin þannig að það sjáist ekki lengur í þau.
  8. Bakið í 20 – 25 mín eða þar til deigið hefur brúnast aðeins og verður pínu stökkt ofan á – en alls ekki of stökkt!
  9. Best að bera fram með vanillu ís! 🙂

Image

Verið að strá kanelsykrinum yfir eplin.

Image

Fínt að blanda eplunum pínu upp úr kanelsykrinum 🙂

Image

Deigið skorið í þunnar sneiðar..

Image

.. og dreift á eplin.

Image

… fyllt upp í götin 🙂

Image

… og voila!

Verði ykkur að góðu! 

– Unnur Anna