Nammi gott í barnaafmælið!

Ég er að æfa dans hjá Point Dansstúdíó. Ég hef hæft dans í 8 ár og byrja í haust mitt níunda. Ég er líka að kenna dans og þennan veturinn var ég að kenna hóp sem heitir A2 og það voru 6-8 ára stelpur. Eftir vorsýningu skólans bauð ég stelpunum heim til mín í smá „kveðjupartý“ þar sem við borðuðum margt gott, fórum í leiki og allar stelpurnar fóru með smá pakka frá mér heim.

Image

Meðal annars sem við borðuðum var þetta hér. Þetta heitir „Nammi gott“ og er algjört nammi gott! Ég var oft með þetta í afmælum hjá mér þegar ég var lítil og alltaf þegar krakkarnir smökkuðu þetta heyrðist í þeim „mmm… þetta er nammi gott!“

Uppskriftin er mjög einföld

Nammi gott – Innihald:

 • 75 g. smjörlíki
 • 300 sykurpúðar
 • 15 dl rice crispies
 • 2,5 dl. M&M/Smarties
 • 12 pappa- eða plastglös
 • 12 sleikjó- eða frospinnaprik eða plastskeiðar. (Fást í A4)

Aðferð:

 • Blandið saman rice crispies og M&M/Smarties í skál
 • Bræðið smjörlíkið og sykurpúðana í stórum potti á meðalhita og hræra í.
 • Hrærið bræðingnum saman við rice crispies blönduna og blandið vel.
 • Setjið blönduna  í glösin og stingið skeið/priki í miðjuna.
 • Kælið í ísskáp í 30 mín áður en þið takið þetta út.
 • Takið plastglösin utan af Nammi gottinu (Gætuð þurft að klippa glösin ef þetta er mjög klístrað 😉 )

Image

Image

Image

Meðal annars skárum við mamma út ávexti og settum á marglitaða kokteilpinna (fást í Hagkaup) og settum á melónu sem við höfðum skorið í tvennt. Þetta vakti líka mjög mikla lukku hjá stelpunum, og sérstaklega mangó-ið, sem við skárum út sem hjörtu! Þegar ávextirnir voru búnir, tókum við bara melónuna og skárum hana handa stelpunum!

Image

Við gáfum stelpunum líka bleika mjólk og það vakti heldur betur lukku, og bragðast sú bleika víst mun betur en sú hvíta 😉 (Samt er þetta bara mjólk með matarlit í!)

ImageSvo eru þetta pakkarnir sem stelpurnar fóru heim með!
Ótrúlega skemmtilegur dagur og ekkert smá gott Nammi gott sem ég mæli með!

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

One thought on “Nammi gott í barnaafmælið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s